NBA: Lakers á sigurbraut

Amare Stoudemire var í stuði með Phoenix í nótt.
Amare Stoudemire var í stuði með Phoenix í nótt. Reuters

Los Angeles Lakers fagnaði sigri gegn Golden State, 129:121, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Þetta var 13. sigurleikur Lakers í síðustu 15 leikjum en liðið hefur unnið 44 leiki á tímabilinu en tapað 10.

Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers og næstur kom Pau Gasol með 23 stig en hann tók 13 fráköst í leiknum. Jamal Crawford skoraði 23 fyrir Golden State sem lengi vel hafði yfirhöndina í leiknum.

LeBron James skoraði 20 stig fyrir Cleveland, tók 9 fráköst og átti 9 stoðsendingar þega rliðið sigraði Toronto, 93:76. Litháinn Zydrunas Ilgauskas var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig.

Josh Howard skoraði 24 stig fyrir Dallas og þeir Jason Kidd og Dirk Nowitzski 23 stig hver þegar liðið bar sigurorð af New Jersey, 113:98.

Amare Stoudemire fór mikinn fyrir Phoenix þegar liðið lagði LA Clippers, 142:119. Stoudemire skoraði 42 stig og tók 10 fráköst en hann hitti úr 15 af 20 skotum utan að velli.

Úrslitin í nótt:

Denver - Philadelphia 101:89
Charlotte - Indiana 103:94
Cleveland - Toronto 93:76
Minnesota - Miami 111:104
Chicago - Milwaukee 113:104
New Orleans - Orlando 117:85
Dallas - New Jersey 113:98
Portland - Memphis 94:90
Atlanta - Sacramento 105:100
LA Lakers - Golden State 129:121
Phoenix - LA Clippers 142:119

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka