Kobe Bryant skoraði 11 stig í framlengingu í nótt þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið frá árinu 2005 til að yfirbuga New Orleans Hornets í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hornets var búið að setja met með því að vinna 13 framlengda leiki í röð.
Lakers vann hinsvegar í 14. sinn í síðustu 16 leikjum sínum og Bryant skoraði samtals 39 stig í leiknum sem endaði 115:111. Pau Gasol skoraði 20 stig fyrir Lakers og tók 12 fráköst. Það var hinsvegar Dereek Fisher sem bjargaði Lakes í venjulegum leiktíma þegar hann jafnaði metin með þriggja stiga körfu.
Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans og átti 16 stoðsendingar.
LeBron James var í miklum ham í nótt en hann skoraði 55 stig fyrir Cleveland sem sigraði Milwaukee á útivelli, 111:103.
Úrslitin í nótt:
Charlotte - Orlando 80:92
New York - Toronto 127:97
Memphis - Sacramento 106:115
Minnesota - Indiana 105:112
New Jersey - Washington 96:107
Houston - Dallas 93:86
Chicago - Denver 116:99
Milwaukee - Cleveland 103:111
Phoenix - Oklahoma 140:118
Portland - Atlanta 108:98
LA Lakers - New Orleans 115:111