Blikar náðu að leggja Stjörnuna

Nemanja Sovic var lang atkvæðamestur í liði Breiðabliks.
Nemanja Sovic var lang atkvæðamestur í liði Breiðabliks. mbl.is/Ómar

Breiðablik fór uppfyrir Stjörnuna og í 7. sætið í Iceland Express deild karla í körfuknattleik með sigri í leik liðanna, 83:78, í Smáranum í kvöld. Bæði lið eru nú með 16 stig þegar tveimur umferðum er ólokið.

Breiðablik var með þriggja stiga forskot í hálfleik, 44:41. og liðin skiptust á um forystuna. Mikil spenna  var í lokin, Blikar voru átta stigum yfir en Stjarnan minnkaði forskot þeirra í eitt stig þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Blikar  tryggðu sér sigurinn með því að skora sex stig gegn tveimur í blálokin.

Nemanja Sovic skoraði 28 stig fyrir Blika og tók 15 fráköst, og Rúnar Erlingsson var með 13 stig og 9 fráköst. Justin Shouse skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 21.

Gangur leiksins: 8:11, 15:11, 18:20, 27:28, 35:37, 44:41, 50:53, 56:53, 57:59, 67:62, 73:67, 75:73, 77:76, 83:78.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert