Haukar sigra Hamar í spennandi leik

Úr leik Hauka og Hamars í kvöld.
Úr leik Hauka og Hamars í kvöld. mbl.is/Ómar

Haukar unnu nauman sigur á Hamri, 66:61, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna að Ásvöllum í kvöld. Liðin skiptust á forystunni í leiknum, en Haukar náðu mest 13 stiga forystu, sem Hamar vann síðan upp hægt og hægt, en tíminn reyndist of naumur.

Stigahæst í liði Hauka var Monika Knight með 19 stig og 7 fráköst, en hjá Hamri var La Kiste Barkus með 28 stig og 6 fráköst.

4. Leikhluti

8.7 sek eftir: Staðan er 64:61. Haukar eiga boltann. Hamar þarf 3 stiga körfu til að jafna og ná fram framlengingu.

45.5 sek eftir: Knight klúðrar hraðaupphlaupi og Hamar skorar í staðinn. 64:60.

39. Dimovska er farin út af hjá Haukum með 5 villur.

39. La Kiste skorar 3 stiga körfu. 62:56.

38. Sigur Hauka blasir við, en Hamar getur enn jafnað metin þegar 2:10 eru eftir. Haukar hafa þó leikinn í höndum sér og fara eflaust að engu óðslega.

37. Hamar hefur gert 5 stig í leikhlutanum, en það gæti reynst of lítið of seint. Þær virðast þó aðeins vera að vakna af værum blundi.

35. Leikur Hamars virðist vera að hrynja, því þær eru 12 stigum undir og hafa ekki skorað körfu í leikhlutanum ennþá. Á meðan nýta Haukar tækifærið og virðast vera að leggja grunnin að sigri sínum.

34. La Kiste Barkus, Íris Ásgeirs, Fanney Guðmunds og Julia Demirer eru allar komnar með 4 villur hjá Hamri. Hjá Haukum er Dimovska ein með 4 villur. 55:45

32. Haukar virðast vera að sigla eilítið framúr Hamri þessa stundina með góðri baráttu undir körfunni. Hamar þarf að passa sig að missa Haukana ekki of langt framúr sér. 53:45.

Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 8:3, 10:5, 10:10, 12:10, 20:13, 23:14, 25:17, 25:25, 27:30, 29:30, 33:35, 37:38, 40:38, 41:41, 48:45, 50:45, 53:45, 57:45, 59:46, 61:56, 66:61.

3. Leikhluti. Haukar komust betur inn í leikinn aftur eftir að hafa verið undir megnið af 2. leikhluta. Leikurinn er í járnum líkt og aðrir leikir liðanna í vetur. Má lýsandi hundur heita ef úrslitin ráðast ekki á lokamínútunni.

29. La Kiste Barkus hefur farið á kostum hjá Hamri og er komin með 21 stig. Hjá Haukum er Dimovska komin í villuvandræði með 4 villur, líkt og Julia Demirer hjá Hamri.

27. Haukar ná að komast yfir í fyrsta skipti í nokkurn tíma, en það helst ekki lengi. 40:41

24. La Kiste Barkus er heit og hefur sett niður tvær þriggja stiga körfur fyrir Hamar á skömmum tíma.

22. Hamar mætir ákveðinn til seinni hálfleiks og heldur forystunni. Haukar eru þó ekki á þeim buxunum að lúffa strax og halda í við Hamar. 31:33 

Hálfleikur. 

2. Leikhluti. Góð barátta Hamars skilar sér, því þær komast í fyrsta skipti yfir í leiknum. Íris Ásgeirs og Fröken Barkus eru með 10 og 11 stig fyrir Hamar, en Dimovska og Knight eru með 10 og 9 stig hjá Haukum. Ljóst er að nýliðar Hamars ætla sér ekkert að gefa eftir og Haukarnir þurfa greinilega að hafa mikið fyrir hlutunum ætli þeir sér sigur í kvöld.

19. Hamar nær góðum kafla og stelur boltanum tvívegis af Haukum, skora úr hraðaupphlaupi og fá víti að auki. Þjálfari Hauka tekur leikhlé og skammar sína leikmenn yfir því að missa boltann og segir þeim að ,,take care of the f... ball", sem varla þarf að útleggja á hið ástkæra ylhýra. 27:28

17. Haukar leiða í leik þar sem erlendu leikmennirnir eru áberandi í stigaskorun. Hamarsstúlkur hafa þó ekki gefist upp, en mættu hitta betur ætla þær sér að vinna leikinn. 25:17

14. Haukar hafa náð að síga aðeins framúr með ágætis leikfléttum.  20:13

1. Leikhluti: Leikurinn er jafn eftir brösulegan 1. leikhluta, þar sem hittni beggja liða var í lágmarki. Sjálfsagt er stressi og spenningi þar helst um að kenna, en bæði lið berjast af miklum krafti og gefa ekki tommu eftir. 12:10.

Stigaskorun Hauka hefur alfarið verið í höndum  Moneku Knight og Slavico Dimovsku, en aðrir leikmenn hafa ekki komist á blað ennþá hjá Haukum. Hjá Hamri er það Íris Ásgeirsdóttir og Kiki Barkus sem hafa séð um stigaskorunina.

7. Aðeins hefur lifnað yfir stigatöflunni og hittni leikmanna. Haukar hafa undirtökin, en Hamarsliðið er ekki langt undan.

5. Eflaust er það stressið sem veldur lélegri hittni beggja liða, því staðan er enn 3:3 eftir fimm mínútna leik, sem verður að teljast sérstakt. Engin sjáanlegur getumunur er á liðunum svo snemma og stefnir vonandi í spennandi leik. 3:3

2. Leikurinn byrjar fjöruglega og bæði lið mæta í leikinn af krafti. Örlítið stress einkennir þó bæði lið í upphafi. 3:3

Slavica Dimovska hefur farið hamförum með Haukum í vetur.
Slavica Dimovska hefur farið hamförum með Haukum í vetur. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
úr leik Hauka og Hamars í kvöld.
úr leik Hauka og Hamars í kvöld. mbl.is/Ómar
Úr leik Hauka og Hamars í kvöld.
Úr leik Hauka og Hamars í kvöld. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert