Lakers tapaði í Portland

Lakers tapaði sínum þriðja leik í röð í nótt, þeim …
Lakers tapaði sínum þriðja leik í röð í nótt, þeim sjöunda í röð gegn Portland á útivelli. Reuters

Meistaraefnin í Los Angeles Lakers töpuðu í nótt fyrir Portland Trailblazers í bandaríska NBA körfuboltanum, 111:94. Þetta var tólfti heimasigur Portland í röð í The Rose Garden, en Lakers-liðið hefur ekki unnið þar í síðustu sjö viðureignum liðanna, eða síðan 23. febrúar 2005.

Þetta var þriðja tap Lakers í röð, en þeir eru þó enn með eitt besta vinningshlutfallið í deildinni, 21-9. Kobe Bryant var þó ekki ánægður í leikslok og strunsaði út úr húsinu án þess að yrða á fréttamenn.

Stigahæstir Portland voru Brandon Roy með 27 stig, og Travis Outlaw með 22. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 26 og Paul Gasol með 18 stig.

Aðrir leikir fóru eftirfarandi:

Atlanta - New Orleans 89:79
Detroit - Orlando 98:94
Miami - Chicago 130:127
Minnesota - Washington 99:110
Denver - Houston 95:97

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert