LeBron James með þrefalda tvennu

LeBron James átti stórleik í nótt.
LeBron James átti stórleik í nótt. Reuters

Cleveland Cavaliers vann sigur á L.A. Clippers í nótt, 87:83 í Los Angeles, í bandaríska NBA körfuboltanum, hvar Lebron James átti stórleik og náði svokallaðri þrefaldri tvennu, þar sem hann komst í tveggja stafa tölu í stigaskorun, fráköstum og stoðsendingum. Þetta var hans 22. þrefalda tvenna á ferlinum.

James gerði samtals 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, en hann náði einnig sínum 800. stolna bolta í leiknum. Lið hans var 19 stigum undir í byrjun fjórða leikhluta. Cleveland gerði 35 stig í leikhlutanum, en Clippers aðeins 14. Mo Williams kom Cleveland yfir með þriggja stiga körfu þegar 6.6 sekúndur lifðu leiks, sem dugði til sigurs.

Stigahæstir hjá Clippers voru Zach Randolph og Al Thornton með 20 stig.

Önnur úrslit næturinnar voru þessi:

Indiana - Utah 100:112
Milwaukee - New York 112:120
San Antonio - Charlotte 100:86
Phoenix - Dallas 117:122
Sacramento - Oklahoma City 98:99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert