Boston tapaði í Miami

Dwayne Wade var heitur hjá Miami Heat í nótt.
Dwayne Wade var heitur hjá Miami Heat í nótt. Reuters

Boston Celtics töpuðu fyrir Miami Heat í bandaríska NBA körfuboltanum í nótt, 107:99, en liðið lék án fimm leikmanna sinna vegna meiðsla.

Meðal þeirra sem meiddir eru, má nefna Kevin Garnett og Rajun Rondo og munar um minna. Var þetta fyrsti sigur Miami á Boston í síðustu sjö viðureignum liðanna.

Maður leiksins var Dwayne Wade, en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 34 sekúndur voru til leiksloka og tryggði liði sínu sigurinn. Hann gerði samtals 32 stig, og Jamario Moon gerði 13 en hjá Boston var Ray Allen stigahæstur með 27 stig, Leon Powe gerði 23 og Paul Pierce var með 16.

Þá vann Los Angeles Lakers sigur á Houston í Texas, 102:96 og batt enda á tólf leikja sigurgöngu Houston á heimavelli.

Kobe Bryant gerði 37 stig og Paul Gasol var með 20 fyrir Lakers, en hjá Houston var Von Wafer með 20 stig, og Yao Ming gerði 16.

Aðrir leikir fóru eftirfarandi:

Atlanta - Utah 100:93
Orlando - Chicago 107:79
Philadelphia - Toronto 115:96
Washington - New Orleans 98:109
Detroit - New York 111:116
Minnesota - Memphis 104:79
Denver - Oklahoma City 112:99
Portland - Dallas 89:93
Golden State - New Jersey 116:112

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert