Hamar endurheimtir sæti í úrvalsdeild

Svavar Páll Pálsson , fyrirliði Hamars, með sigurlaunin fyrir 1. …
Svavar Páll Pálsson , fyrirliði Hamars, með sigurlaunin fyrir 1. deild eftir að hann hafði tekið við bikarnum úr hendi Hannesar Jónssonar, formanns KKÍ. mbl.is/Guðmundur Karl

Hamar úr Hveragerði endurheimti í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Þór úr Þorlákshöfn, 90:86, á heimavelli í lokaumferð 1. deildar. Hamar fékk 30 stig að 36 mögulegum. Hamarsmenn taka sæti Skallagríms sem rak lestina í úrvalsdeild karla, Iceland Express deildinni.

Valur, Haukar, Fjölnir og KFI höfnuðu í öðru til fimmta sæti 1. deildar og fara í aukakeppni um eitt laust sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Í þeirri úrslitakeppni mætast Valur og KFÍ annarsvegar og Haukar og Fjölnir hinsvegar.

Úrslit lokaumferðar 1. deildar karla:

Haukar - Valur 66:79
Höttur - KFÍ 55:97
Hamar - Þór Þ. 90:86
Fjölnir - Laugdælir 116:85
UMFH - Ármann 108:93

Lokastaðan í 1. deild karla í körfuknattleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert