Löggan fær leyfi sýslumanns til að spila

Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar fer með lærisveina sína í Stykkishólm …
Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar fer með lærisveina sína í Stykkishólm í dag. mbl.is/Hag

Úrslitakeppni karla í körfuknattleik hefst í dag með tveimur leikjum. Grindavík tekur á móti ÍR og Snæfell fær Stjörnuna í heimsókn. Á morgun mætast síðan KR og Breiðablik og nágrannaslagur verður í Keflavík þar sem Njarðvík verður í heimsókn. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í undanúrslitin.

Hjá Grindavík og ÍR eru allir heilir nema hvað „Páll Axel er eitthvað meiddur en hann verður klár í slaginn,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, brattur og til í slaginn.

Snæfell tekur á móti Stjörnunni og sagði Teitur Örlygsson alla sína menn tilbúna í slaginn og það sama sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells. Hinn þjálfarinn, Sigurður Þorvaldsson, hefur verið meiddur en Hlynur sagði alveg á hreinu að hann léki með. Ingvaldur Magni Hafsteinsson, lögregluþjónn í Ólafsvík, hefur lítið getað æft vegna starfs síns, „en við erum búnir að ræða við sýslumann um að hann fái að spila með okkur í úrslitakeppninni,“ sagði Hlynur.

Nánar er fjallað um úrslitakeppnina í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka