Grindvíkingar komnir í undanúrslit

Grindvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson með boltann í leiknum í Seljaskóla …
Grindvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson með boltann í leiknum í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Kristinn

Grindavík vann sigur á ÍR í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld, 85:71, í íþróttahúsi Seljaskóla. Grindvíkingar unnu þar með einvígi liðanna, 2:0, og eru komnir í undanúrslit.

Grindavík vann fyrri leik liðanna með nokkrum mun, 112:78 og virðast því ofjarlar ÍR.

Grindavík hitti mun betur frá byrjun og munaði þar mest um langskot Páls Axels Vilbergssonar, sem var funheitur í leiknum. ÍR-ingar urðu fyrir blóðtöku þegar Ómar Örn Sævarsson var rekinn af velli í öðrum leikhluta og misstu þá mesta móðinn.

Stigahæstir ÍR-inga voru Hreggviður Magnússon með 17, Steinar Arason með 16 og Ómar Örn Sævarsson 14.

Hjá Grindavík var Páll Axel Vilbergsson og Nick Bradford með 21 stig hvor og Þorleifur Ólafsson var með 18.

Ítarlega verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

4. Leikhluti.

 36. ÍR tekur leikhlé í stöðunni 67:80. Nú þarf allt að ganga upp hjá þeim ef þeir ætla að freista þess að ná sigri.

34. ÍR byrjar 4. leikhluta ágætlega og minnka muninn. Þeir þurfa þó meira til að jafna metin.

Gangur leiksins: 0:9, 2:11,  6:11, 10:21, 14:27, 16:29, 20:32, 25:36, 30:39, 34:41, 38:42, 40:48, 40:57, 44:61,51:69, 54:71, 61:73, 65:80, 71:83,

3. Leikhluti. Grindavík heldur öryggri forystu og eru betri á öllum sviðum körfuboltans. ÍR-ingar eru vængbrotnir eftir að Ómar Örn Sævarsson fékk útilokun frá leiknum, en þeir þurfa að girða sig í brók í 4. leikhluta ætli þeir sér ekki að tapa rimmunni, þar sem Grindavík hefur 1:0 forystu.

28. Grindavík hefur leikinn í hendi sér og virðast ólíklegir til að tapa niður forystu sinni í augnablikinu.

25. Grindavík hefur náð góðum spretti meðan ÍR-ingar hafa setið eftir. Þá hafa nokkrir dómar fallið Grindavík í hag, sem heimamenn eru ekki ánægðir með, líkt og tæknivilla sem dæmd var á Ómar Örn Sævarsson, sem útilokaði hann í kjölfarið frá leiknum.

23. Páll Axel heldur sig við sama heygarðshornið, hefur gert  tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi 3. leikhluta. 

Hálfleikur.

2. Leikhluti. ÍR-ingar hafa tekið sig á í öðrum leikhluta og hafa minnkað muninn mest í 4 stig undir lok hálfleiksins. Sókn þeirra er farin að rúlla betur og hittnin með. Grindavík hefur aðeins misst móðinn, en ljóst að um hörkuleik verður að ræða.

15. Sóknirnar ganga nú betur hjá heimamönnum auk þess sem vörnin virðist aðeins finna sig betur. 

13. Sóknirnar ganga mun betur hjá Grindavík sem fyrr meðan sóknarleikur ÍR gæti verið betri. Að sama skapi ná ÍR-ingar ekki að stöðva langskot Grindavíkur.

1. Leikhluti. Grindavík byrjaðileikinn mun betur og voru að hitta vel fyrir utan, sér í lagi Páll Axel Vilbergsson, sem gerði þrjár slíkar með skömmu millibili. ÍR-ingar þurfa aðeins að taka sig á ef þeir ætla að halda sér inni í leiknum. 16:29.

 06. Grindvíkingar byrja mun betur og virðast hafa slegið heimamenn útaf laginu. Baráttan er þó mikil ennþá og allt getur gerst.

04. Páll Axel Vilbergsson byrjar af krafti fyrir Grindavík og skorar þrjár þriggja stiga körfur í röð, en Grindvíkingar ætla augljóslega að leggja mikið uppúr langskotum í byrjun. Mikil stemmning er í húsinu og von á fjörugum leik.

Gangur leiksins: 0:9, 2:11,  6:11, 10:21, 14:27, 16:29, 20:32,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert