Kobe Bryant og Pau Gasol fóru fyrir liði Lakers sem sigraði Dallas, 107:100, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Bryant skoraði 28 stig og Gasol 25 og þá átti Trevor Ariza fínan leik en hann setti niður 26 stig. Hjá Dallas var Jason Terry atkvæðamestur með 29 stig og Dirk Nowitzki skoraði 20.
Meistararnir í Boston töpuðu fyrir Milwaukee á útivelli, 86:77. Charlie Villanueva skoraði mest fyrir heimamenn eða 19 stig en hjá Boston var Kendrick Perkins stigahæstur með 26 stig.
Það var mikið skorað í viðureign Phoenix og Golden State og þegar upp var staðið hafði Phoenix betur, 154:130. Jason Richardson skoraði 31 stig fyrir Phoenix og gamla brýnið Shaquille O'Neal kom næstur með 26. Hjá Golden State var Jason Richardson atkvæðamestur með 26 stig.
Mo Williams skoraði 23 stig og LeBron James 19 fyrir Cleveland í sigri á New York, 98:93. Al Harrington skoraði 26 stig fyrir New York.
Úrslitin í nótt:
Toronto - Indiana 110:87
Atlanta - Portland 98:80
Detroit - Memphis 84:89
Milwaukee - Boston 86:77
Philadelphia - Miami 85:77
Cleveland - New York 98:93
Orlando - Utah 105:87
Washington - Sacramento 106:104
Golden State - Phoenix 130:154
LA Clippers - New Jersey 107:105
LA Lakers - Dallas 107:100