Missir Fannar af oddaleiknum?

Fannar Helgason, hvítklæddur, í baráttu um boltann við Sigurð Þorsteinsson, …
Fannar Helgason, hvítklæddur, í baráttu um boltann við Sigurð Þorsteinsson, leikmann Keflavíkur. mbl.is/Golli

Fannar Freyr Helgason, miðherji bikarmeistara Stjörnunnar, meiddist á ökkla undir lok leiksins gegn Snæfelli í gærkvöldi. Fannar lenti illa á fætinum í baráttu undir körfunni og virtist talsvert þjáður.

Stjarnan sigraði í leiknum og knúði fram oddaleik á fimmtudaginn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður því að vona að tveir dagar nægi Fannari til þess að jafna sig. Fannar er í lykilhlutverki hjá Stjörnunni og án hans er hætt við því að liðið eigi lítið erindi gegn liði Snæfells, sem er einmitt skipað mörgum hávöxnum leikmönnum. kris@mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert