Snæfell lagði bikarmeistara Stjörnunnar

Lucious Wagner skýtur að körfunni fyrir Snæfell.
Lucious Wagner skýtur að körfunni fyrir Snæfell. Morgunblaðið/ Golli

Snæfell vann í kvöld sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar í oddaleik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfuknattleik, 73:71 en leikið var í Stykkishólmi. Leikurinn var æsispennandi, ekki síst á lokasekúndunum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Stjarnan nýtti ekki næst síðustu sókn sína, en Snæfell klikkaði á báðum vítaskotum sínum í kjölfarið. Stjarnan gat því jafnað í síðustu sókninni, en fékk í staðinn 2 vítaskot. Þeir hittu úr báðum og staðan 72:71 þegar 6.9 sekúndur voru eftir og Snæfell átti boltann. Stjarnan náði ekki að brjóta fyrr en 3.5 sek voru eftir. Snæfell Jón Ólafur Jónsson skoraði úr einu skotu, en Stjarnan fékk boltann þegar 0,2  sek voru eftir, en náði ekki að skora.

Snæfell mætir því Grindvíkingum í undanúrslitum og KR-ingar fá Keflavík.

Stigahæstir Snæfells voru Jón Ólafur Jónsson með 20 stig og Sigurður Þorvaldsson með 17. Hjá Stjörnunni voru Justin Shouse og Jovan Zdravevski jafnir með 16 stig.

4. Fjórðungur.

44.9 sek eftir. Shouse skorar 3ja og fær víti að auki fyrir Stjörnuna. og skorar. 72:69

38. Justin Shouse fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu, umdeildur dómur, en Snæfell fær 2 vítaskot.

36. Stjarnan minnkar muninn í 3 stig og alvöru lokamínútur framundan.

 31. Snæfell skorar 3ja stiga körfu í upphafi leikhlutanns.

Gangur leiksins:0:2, 2:2, 7:5, 12:14, 16:14, 18:14, 27:16, 30:20, 34:20, 38:27, 40:27, 42:32, 42:36, 48:42, 53:44, 56:44, 60:51, 62:54, 62:59, 64:63, 70:63, 72:69, 72:71, 73:71

3. Fjórðungur. Stjarnan nær að slípa sóknina aðeins betur og ná að minnka muninn mest í 6 stig. Leikurinn gæti orðið spennandi í 4. leikhluta.

28. Snæfell er með 47% hittni það sem af er. Stjarnan er með 43% hittni.

2. Fjórðungur. Snæfell nær 14 stiga forskoti, en aðeins í fáar sekúndur því Stjarnan svarar með 3ja stiga skoti. Sóknirnar gætu gengið betur hjá Stjörnunni meðan Snæfell nýtir tækifærið.

15. Stjarnan hefur aðeins gert 3 stig það sem af er leikhlutanum. Sóknin nær ekki að fljóta nægilega vel hjá þeim og hittnin er ekki góð.

14. Magni Hafsteinsson skorar stóra 3ja stiga körfu fyrir Snæfell. Hans önnur fyrir utan.

12. Nokkuð er um klaufaskap liða í sókninni.

1. Fjórðungur. Töluvert jafnræði er með liðunum og varnirnar sterkar. Greinilegt að leikmenn vita hvað er í húfi og ætla að selja sig dýrt.

04. Hlynur Bæringsson er þegar kominn með 2 villur hjá Snæfelli.

02. Justin Shouse skorar fyrstu stig leiksins fyrir Stjörnuna. Hittni liða fer hægt af stað.

Snæfell vann fyrstu rimmu liðanna á heimavelli, 93:81, en Stjörnumenn svöruðu heldur betur fyrir sig í Ásgarði í fyrrakvöld með því að vinna 20 stiga sigur, 99:79.

Fari Snæfell með sigur af hólmi í kvöld mætast í undanúrslitum KR og Keflavík annars vegar og hins vegar Grindavík og Snæfell.

Takist Stjörnumönnum hins vegar að sigra í Hólminum í kvöld mætast KR og Stjarnan í undanúrslitunum annars vegar og hins vegar Grindavík og Keflavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert