Grindavík burstaði Snæfell, 110:82

Arnar Freyr Jónsson Grindvíkingur geysist í átt að körfu Snæfells …
Arnar Freyr Jónsson Grindvíkingur geysist í átt að körfu Snæfells í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Grindavík vann öruggan sigur á Snæfelli, 110:82, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express-deildinni en liðin áttust við í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en munurinn í leikhléi var 21 stig, 67:48.

Það kom ekki að sök hjá Grindvíkingum að þeirra besti leikmaður, Páll Axel Vilbergsson, gat ekki spilað vegna meiðsla í hné. Grindavíkurliðið fór algjörlega á kostum og áttu þungir og svifaseinir leikmenn Snæfells enga möguleika gegn þeim.

Tölfræðivefur KKÍ

Gangur leiksins: 0:2 , 6:10, 25:17, 31:20, 42:27, 45:33, 51:36, 64:45, 67:48, 81:55, 83, 58, 89:63, 89:68, 91:68, 101:78, 105:82, 110:82.

Nick Bradford var stigahæstur hjá Grindavík með 24, Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 15, Arnar Freyr Jónsson 15.

Lucious Wagner var langstigahæstur hjá Snæfellingum með 30 stig og næstir komu Jón Ólafur Jónsson með 13, Hlynur Bæringsson 9 og Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert