Íslandsmeistararnir með bakið upp við vegg

Jesse Pellot-Rosa leikmaður Keflavíkur í barátt gegn Jason Dourisseau úr …
Jesse Pellot-Rosa leikmaður Keflavíkur í barátt gegn Jason Dourisseau úr KR. mbl.is/Golli

Íslandsmeistaralið Keflavíkur og deildarmeistaralið KR áttust við í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld. KR sigraði 75:88 og þarf liðið einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslit Íslandsmótsins. KR sigraði örugglega í fyrsta leiknum, 102:74, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni. Leikurinn hófst kl. 19.15 og var fylgst með gangi mála á mbl.is.

Tölfræði leiksins á kki.is.

4. leikhluta er lokið, 75:88:

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði KR með 34 stig og Jakob Örn Sigurðarson var með 19 stig í liði KR.  Jesse Pellot Rosa skoraði 26 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 15 stig fyrir Keflavík. Liðin mætast að nýju á föstudag í DHL-höll KR.

2:12 mín: Hörður Axel Vilhjálmsson skorar þriggja stiga körfu fyrir Keflavík og er staðan 80:71. Þetta var þriðja þriggja stiga skotið í röð hjá Herði sem fer ofaní. Hann er með15 stig. Jón Arnór hefur skorað 33 stig fyrir KR.

3:46 mín: KR-ingar virðast vera að landa sigri. Jón Arnór Stefánsson skorar úr tveimur vítaskotum fyrir KR og staðan er 78:65 fyrir KR.  

6:11 mín:  Jason Dourisseau leikmaður KR fékk fimmtu villuna og fer af leikvelli. Klaufalegt sóknarbrot hjá bandaríska leikmanninum. Staðan er 72:60 fyrir KR. 

6:36 mín: Darri Ólafsson skorar þriggja stiga körfu fyrir KR, staðan er 72:60 fyrir KR.
Rosa skorar fyrstu stigin í lokaleikhlutanum en KR svarar með tveimur vítaskotum frá Darra Hilmarssyni. Staðan er 54.66 fyrir KR.

3. leikhluta er lokið, 52:64:

1:00 mín: Jón Arnór Stefánsson fær dæmdan á sig ruðning og er þetta fjórða villa hans í leiknum. Jón Arnór er stighæstur í liði KR með 27 stig.

1:17 mín: Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur tekur leikhlé, staðan er 62:45 fyrir KR og staðan er dökk hjá heimamönnum.

3:00 mín: Sigurður Þorsteinsson miðherji Keflavíkur var að fá fjórðu villuna og fer hann af velli. Staðan er 60:45 fyrir KR.

4:00 mín: Jón Arnór Stefánsson er í miklum ham í liði KR og hann hefur skorað 25 stig. Rosa er stigahæstur í liði Keflavíkur með 20 stig en hann hefur skorað tvær þriggja stiga körfur og eru það einu stig liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna.

5:30 mín: Jason Dourisseau leikmaður KR er með fjórar villur og Jón Arnór Stefánsson var að fá sína þriðju villu. Staðan er 49:43 fyrir KR. 

6:00 mín: Keflavík skoraði 8 stig í röð og munurinn er aðeins 10 stig, 49:39, fyrir KR. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tekur leikhlé og fer yfir málin með sínu liði.

8:00 mín: KR-ingar gefa ekkert eftir. Jón Arnór Stefánsson skoraði þriggja stiga körfu og Jakob Örn Sigurðarson bætti við annarri slíkri rétt á eftir. Staðan er 33:49. Jesse Pellot Rosa skoraði fyrsta stig síðari hálfleiks fyrir Keflavík, staðan er 28:41.

2. leikhluta er lokið, 27:41:

Varnarleikur KR var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og örugglega ár og dagar síðan að Keflavík skorar aðeins 27 stig í fyrri hálfleik. Jesse Pellot Rosa er stigahæstur í liði Keflavíkur með 10 stig en Keflavík skoraði ekki eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik. Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir KR í fyrri hálfleik.
2:00 mín: Fannar Ólafsson skoraði 6 stig í röð fyrir KR og er staðan 37:23 fyrir KR. Sóknarleikur Keflavíkur er í molum.
5:00 mín. Keflvíkingar hitta illa úr langskotum sínum. Munurinn er 9 stig, 28:19. Athygli vekur að Keflavík hefur enn ekki náð að skora úr þriggja stiga skoti.
7.00 mín: KR-ingar virðast vera að ná yfirhöndinni. Staðan er 24:17 og það gengur illa hjá Keflvíkingum að ná áttum í sóknarleiknum.
8:22 mín: KR tekur leikhlé en liðið er þremur stigum yfir, 20.17. 

1. leikhluta er lokið, 13:20:
KR-ingar efldust þegar á leið fyrsta leikhluta. Keflvíkingar náðu ekki að hitta úr einu þriggja stiga skoti í fyrsta leikhlutanum á meðan KR-ingar skoruðu fjórar slíka úr sjö tilraunum. Gunnar Einarsson skoraði 6 stig fyrir Keflavík og Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig fyrir KR og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig.
1:42 mín: Jón Arnór Stefánsson skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili fyrir KR og staðan er 17:9 fyrir KR.
4:19 mín: Keflvíkingar hafa sótt í sig veðrið á undanförnum mínútum í sóknarleiknum. Rosa var að troða með tilþrifum fyrir Keflavík og jafnaði metin, 9:9.
5:36 mín:
Varnarleikur KR er gríðarlega sterkur og Jesse Pellot Rosa leikmaður Keflavíkur er í strangri gæslu hjá Jason Dourisseau. Gunnar Einarsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Keflavík en Baldur Ólafsson jafnaði í næstu sókn.Baldur er í byrjunarliðinu og Fannar Ólafsson situr á varamannabekknum.

Dómarar leiksins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson. Leikurinn í kvöld er sá 1.000 á ferlinum hjá þeim báðum.

Keflvíkingar hafa titil að verja á Íslandsmótinu en liðið lagði Snæfell í úrslitum í fyrra. 

Jón Arnór Stefánsson skoraði 24 stig í fyrri leiknum í DHH-höllinni fyrir KR.  Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot Rosa var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig.

Grindavík og Snæfell eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Þar er Grindavík 1:0 yfir eftir 110:82-sigur í gær. Þessi lið mætast á morgun í Stykkishólmi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert