„Betra fyrir Grindavík að hafa mig“

Páll Axel í leik með Grindavík.
Páll Axel í leik með Grindavík. Morgunblaðið/Golli

Ann­ar leik­ur Snæ­fells og Grinda­vík­ur í undanúr­slit­um Ice­land Express-deild­ar karla í körfuknatt­leik fer fram í Stykk­is­hólmi í kvöld klukk­an 19.15, en Grind­vík­ing­ar unnu fyrsta leik­inn sann­fær­andi. Páll Axel Vil­bergs­son, einn besti leikmaður Grinda­vík­ur í vet­ur, missti af fyrri leikn­um vegna meiðsla og er ekki enn orðinn leik­fær.

„Nei ég verð ekki með í kvöld. En ég sit bara og bíð eft­ir að mér batni. Þetta er bein­mar und­ir hné­skel­inni og þetta geta verið ansi leiðin­leg meiðsli, ég veit um menn sem hafa misst út marga mánuði vegna þessa. Þó held ég að mitt til­felli sé ekki eins slæmt, því ekki man ég eft­ir því að hafa fengið slæmt högg á hnéð. Hins­veg­ar dug­ar ekki að sprauta hnéð og því verð ég bara að bíða og sjá,“ sagði Páll Axel í dag.

En fé­lag­ar Páls í Grinda­vík virðast þó ekki sakna hans mikið, því þeir unnu Snæ­fell með 28 stiga mun í síðasta leik.

„Þetta er svo gott lið, þeir þjappa sig bara sam­an og aðrir stíga upp í staðinn, við erum með marga leik­menn sem geta gert það. Breidd­in minnk­ar kannski aðeins. En ég vona bara að ég missi ekki af fleiri leikj­um, maður er ekki bú­inn að rembast í all­an vet­ur til þess eins að missa af mesta fjör­inu! Því ef við kom­umst í gegn­um Snæ­fell, og KR vinn­ur Kefla­vík, þá er nú ef­laust betra fyr­ir Grinda­vík að hafa mig en ekki sko,“ sagði Páll full­ur hóg­værðar.

Ljóst er að Grinda­vík þarf á Páli að halda mæti þeir KR í úr­slit­um, líkt og flest bend­ir til. Því Páll gerði 22.2 stig að meðaltali í leik í vet­ur, tók 6.4 frá­köst og gaf 2.4 stoðsend­ing­ar í leik.

Það sem af er úr­slita­keppn­inni er töl­fræðin 24.5 stig, sjö frá­köst og ein stoðsend­ing í leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert