Grindavík og Snæfell eigast við í þriðja sinn í undanúrslitum í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í dag klukkan 15.15 í Grindavík. Það er duga eða drepast fyrir Snæfellinga en vinni þeir ekki í dag eru þeir úr leik og Grindavík mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Grindavík vann 28 sigur í fyrstu rimmu liðanna á heimavelli sínum en í öðrum leiknum sem var æsispennandi fögnuðu Grindvíkingar sigri, 84:81, í Stykkishólmi.
Óvíst er hvort Páll Axel Vilbergsson verði með Grindvíkingum í dag en hann hefur verið fjarri góðu gamni í fyrstu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hlynur Bæringsson hefur náð að hrista af sér meiðslin sem hann hlaut í leiknum í Stykkishólmi en enginn Slobodan Subasic verður með Hólmurum í dag þar sem hann var rekinn frá félaginu í gær.