Snæfell sigraði í tvíframlengdum leik

Sigurður Á. Þorvaldsson er í stóru hlutverki hjá Snæfelli.
Sigurður Á. Þorvaldsson er í stóru hlutverki hjá Snæfelli. mbl.is/Brynjar Gauti

Snæfell sigraði Grindavík 104:97 í tvíframlengdum leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Grindavík og liðin eigast því við að nýju á þriðjudaginn í Stykkishólmi. Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR með sigri í þeim leik en staðan er 2:1 fyrir Grindavík. Fylgst var með gangi mála á mbl.is. .

Tölfræði leiksins á kki.is.

Leiknum er lokið með sigri Snæfells, 104:97:

Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 22, Nick Bradford 21 stig, Þorleifur Ólafsson 15, Arnar Freyr Jónsson 10, Brenton Birmingham 8, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Páll Kristinsson 6, Davíð Hermannsson 2, Nökkvi Jónsson 1.

Stig Snæfells. Sigurður Þorvaldsson 23, Hlynur Bæringsson 21, Jón Ólafur Jónsson 20, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17, Lucious Wagner 12, Atli Hreinsson 7, Daniel Kazmi 4.

4. mín: 99:94
3. mín:
95:87
2. mín: 90:84
2. mín:
90:831. mín86:83

Framlengingu er lokið, 83:83:

5. mín: Wagner tók síðasta skotið. Boltinn fór ofaní en skrúfaðist síðan upp úr körfuhringnum. Jafnt, 83:83, og önnur framlenging tekur við.
5. mín: Snæfell fær innkast. Staðan er jöfn, 83:83. Bradford jafnaði eftir að Hlynur hafði skorað þriggja stiga körfu.
2 mín: Snæfell gerir mistök í sóknarleiknum og Grindavík gengur á lagið.
1. mín:  81:78 fyrir Grindavík.

4. leikhluta er lokið, 76:76:

10. mín. Lokasekúndurnar voru ótrúlegar. Þorleifur Ólafsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík, 76:75, fyrir Snæfell.  Um leið dæmdi Kristinn Óskarsson villu undir körfunni á Magna Hafsteinsson. Grindavík fékk því tvö vítaskot að auki.  Helgi Jónas hitti úr öðru skotinu og jafnaði metin. 76:76. Það er allt á suðupunkti í Grindavík.

10. mín: Það eru 10 sekúndur eftir. Staðan er 74:70 fyrir Snæfell. Wagner braut á Helga Jónasi í þriggja stiga skoti. Snæfell tekur leikhlé.
8. mín: Grindavík tekur leikhlé. Friðrik þjálfari vill að leikmenn Grindavíkur sæki að körfunni. Staðan er 69:61.
7. mín:
Grindvíkingar pressa og Snæfell á í mesta basli með að setja upp sóknirnar. Staðan er 69:61 fyrir Snæfell.
5. mín: Snæfell er enn yfir, 69:58.
3. mín:
Ungu leikmennirnir í liði Grindavíkur svöruðu kalli þjálfarans. Björn Brynjólfsson og Davíð Hermannsson skoruðu 5 stig í röð og staðan er 64:53 fyrir Snæfell. 

2. mín: Staðan er 64:48 fyrir Snæfell. Griindavík tekur leikhlé. Það lifnaði aðeins yfir sóknarleik Grindavíkur í upphafi fjórða leihluta en Snæfellingar svöruðu fyrir sig með tveimur þriggja stiga körfum. 

3. leikhluta er lokið, 45:58:

10. mín: Snæfell heldur sínu striki, staðan er 58:43 fyrir Snæfell. Sóknarleikur Grindvíkinga var slakur í þriðja leikhluta. Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík undir lok þriðja leikhluta. Það er fréttaefni. Aðeins 2 slíkar hjá Grindavík þrátt fyrir 21 tilraun.
6. mín: Staðan er 52:38 fyrir Snæfell.  Grindavík hefur tekið 18 þriggja stiga skot og hitt úr 1 sem er 5,5% nýting.
3. mín: Snæfell er 14 stigum yfir, 48:34. Grindvíkingar halda áfram að skjóta þriggja stiga skotum en það gengur ekkert að hitta.
1. mín: Jón Ólafur Jónsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Snæfell, staðan er 46:30 fyrir Snæfell.

2. leikhluta er lokið, 30:43:

10. mín: Snæfell er 13 stigum yfir og varnarleikur liðsins í fyrri hálfleik var frábær. Staðan er 43:30 fyrir Snæfell. Bradford er stigahæstur í liði Grindavíkur með 12 stig og 8 fráköst. Þriggja stiga nýting heimamanna er léleg. Aðeins 1 af alls 13 skotum hefur ratað rétta leið. Hlynur Bæringsson er stigahæstur í liði Snæfells með 10 stig og 6 fráköst. Snæfell hefur skorað þrjár þriggja stiga körfur úr 12 tilraunum. Lucious Wagner, bandaríski leikmaðurinn í liði Snæfells, lék allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Hann skoraði aðeins 4 stig en hann hefur lítið látið að sér kveða í sóknarleiknum.

6. mín: Grindavík tekur leikhlé. Staðan er 34:23 fyrir Snæfell.  Skotnýting Grindavíkur er ömurleg. Aðeins 1 af 12 þriggja stigaskotum þeirra hafa ratað rétt. 8,3% nýting sem er afar lélegt .
4. mín.
Grindavík tekur leikhlé. Staðan er 25:23 fyrir Snæfell. Bradford er með 12 stig og 8 fráköst í liði Grindavíkur. Hlynur Bæringsson er stigahæstur í liði Snæfells með 8 stig.
3. mín:
Staðan er 23:21 fyrir Snæfell. Hólmarar reyna að hægja á leiknum eins og þeir geta en Grindvíkingar keyra upp hraðann eins og þeir geta.

1. leikhluta er lokið, 19.20:

10. mín: Snæfell er einu stigi yfir, 20:19. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík rétt undir lok fyrsta leikhluta.
8. mín: Nick Bradford er að vakna til lífsins í sóknarleiknum og hann hefur haldið Grindavík á floti að undanförnu. Staðan er 19:16 fyrir Snæfell.
5. mín:
Snæfell skorar grimmt undir körfunni. Þeir nýta sér hæðarmismuninn vel. Staðan er 17:8 fyrir Snæfell.
4. mín: Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur tekur leikhlé. Staðan er 12:2 fyrir Snæfell. Friðrik er allt annað en ánægður með gang mála og tekur „hárblásarann“ á leikmenn liðsins í leikhléinu. 

3. mín: Staðan er 8:0 fyrir Snæfell. Frábær byrjun.  Grindvíkingar pressa á sóknarmenn Snæfells en það hefur ekki skilað árangri. 

1. mín: Hlynur Bæringsson skoraði fyrstu stig leiksins. 2:0 fyrir Snæfell.

Slobodan Subasic er ekki í leikmannahóp Snæfells en samningum hans var rift eftir 2. leik liðanna í Stykkishólmi þar sem hann gagnrýndi liðsfélaga sína. 

Það er ljósasýning og læti í leikmannakynningunni hér í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur eru í húsinu en það er greinilegt að stemningin er meiri hjá stuðningsmönnum Grindavíkur.

Páll Axel Vilbergsson verður ekki með Grindavík í dag vegna meiðsla á hné. Í samtali við mbl.is rétt áðan sagði Páll að óvíst væri með framhaldið. Hann er með beinmar undir hnéskel á hægra hné og er hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. 

Páll Axel Vilbergsson er meiddur og leikur ekki með Grindavík …
Páll Axel Vilbergsson er meiddur og leikur ekki með Grindavík í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert