Cleveland er á toppnum í körfunni

LeBron James hefur leitt sína menn áfram.
LeBron James hefur leitt sína menn áfram. Reuters

Clevelandborg hefur verið brandaraefni í hérlendri íþróttamenningu í áratugi vegna afleits árangurs íþróttaliða borgarinnar, en þau hafa ekki unnið meistaratitil síðan á sjötta áratugnum. Cavaliers-liðið í NBA deildinni gæti breytt þeirri stöðu ef það vinnur meistatatitilinn í ár og eftir tólfta sigurleikinn í röð á sunnudag er það nú í toppstöðunni í deildarkeppninn.

Nú eru aðeins um tvær vikur eftir af deildarkeppninni og ljóst er að Cleveland og Los Angeles Lakers eru nú bestu lið Austur- og Vesturdeildar. Bæði þessi lið berjast nú um besta vinningshlutfallið í deildinni, en það lið mun hafa svokallaðan heimavallayfirburð í öllum leikseríum sínum í úrslitakeppninni.

Cleveland setti tvö ný liðsmet eftir að hafa unnið tólfta leik sinn í röð gegn Dallas Mavericks á sunnudag í Ohio, 102:74, og þar með unnið 60 deildarleiki í fyrsta sinn. Cavaliers hefur unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum og virðist vera á leið inn í úrslitakeppnina á miklum dampi.

Ítarlega er fjallað um NBA-deildina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert