Grindavík leikur til úrslita

Hlynur Bæringsson er lykilmaður í liði Snæfells.
Hlynur Bæringsson er lykilmaður í liði Snæfells. mbl.is/Kristinn
  • Grindavík leikur til úrslita við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Það varð ljóst eftir að Grindavíkurliðið vann Snæfell, 85:75, í fjórða úrslitaleik liðanna sem fram fór í Stykkishólmi í kvöld. Grindavík vann þar með þrjá leiki í rimmu liðanna en Snæfell einn. Snæfell var tveimur stigum yfir í hálfleik, 43:41, en leiðir skildu í fjórða leikhluta. Fyrsta viðureign KR og Grindavíkur fer fram á laugardaginn á heimavelli KR-inga.

Tölfræði leiksins.

10. mín. Heimamenn náðu ekki að snúa leiknum sér í vil. Grindvíkingar voru með tögl og haldir á leiknum frá því að þeim tókst að ná nokkru forskoti.

6 mín. Munurinn er orðinn 13 stig, 81:68, Grindvíkingum í vil. Heimamenn taka leikhlé.

3,30 mín af fjórða leikhluta, Grindvíkingar eru komnir með átta stiga forystu, 74:66.

3. leikhluta er lokið, staðan, 65:60, fyrir Grindavík.

10. mín. Þriðja leikhluta er lokið. Grindavík hefur fimm stiga forskot, 65:60, eftir að Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði ævintýralega þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út.

7,30 mín. Staðan er jöfn, 55:55, Hlynur Bæringsson var að jafna metin fyrir Snæfell þegar hann hitti úr öðru vítakasti sínu.

5. mín. Grindvíkingar hafa gert fimm stig í röð og hafa minnkað muninn í eitt stig, 51:50.

3. leikhluti er hafinn. Spennan er gríðarleg í troðfullu íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Snæfellingar komnir sex stigum yfir, 47:41, strax eftir 18 sekúndur.

2. leikhluta er lokið, 43:41: 

10. mín: Snæfell er tveimur stigum yfir í hálfleik, 43:41. 

5. mín: Staðan er 34:31 fyrir Snæfell.

2. mín: Staðan er jöfn, 25:25.

1. leikhluta er lokið, 19:25:

10. mín: Staðan er 25:19 fyrir Grindavík. Helgi Jónas Guðfinnsson varði skot frá Wagner með tilþrifum á lokasekúndum fyrsta leikhluta.
9. mín: Páll Axel Vilbergsson var að koma inná í liði Grindavíkur. Það er mikil stemning í Grindavíkurliðinu og staðan er 22:17 fyrir gestina.
7 mín:
Grindavík er yfir, 14:11.  Nick Bradford er stigahæstur í liði Grindavíkur með 6 stig.

4. mín: Síðasta viðureign þessara liða fór í 2 framlengingar. Staðan er jöfn, 6:6. Snæfell hefur tekið 4 sóknarfráköst í röð.

2 mín: Lucious Wagner byrjar vel og skorar fyrstu 4 stigin fyrir Snæfell. Staðan er 4:4. Grindavík pressar grimmt á Wagner sem þarf að hafa mikið fyrir því að koma boltanum upp völlinn.

Björgvin Rúnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson eru dómarar leiksins. 

Það er töluverður fjöldi af stuðningsmönnum Grindavíkur mættur á leikinn þrátt fyrir vont ferðaveður og nokkuð erfiða færð.

Páll Axel Vilbergsson er í leikmannahópi Grindavíkur en hann hefur ekki leikið með liðinu í fyrstu þremur leikjunum vegna hnémeiðsla. 

Páll Axel Vilbergsson er í leikmannahópnum hjá Grindavík.
Páll Axel Vilbergsson er í leikmannahópnum hjá Grindavík. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert