Grindavík sigraði KR

Nick Bradford er lykilmaður í liði Grindavíkur.
Nick Bradford er lykilmaður í liði Grindavíkur. mbl.is/Kristinn

Grindavík sigraði KR, 100:88, í úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði betur í fyrsta leiknum, 88;84, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari í Iceland Express deildinni. Staðan er því jöfn, 1:1, en næsti leikur er á fimmtudaginn. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Ítarleg umfjöllun um leikinn í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag.

Tölfræði leiksins á kki.is.

4. leikhluta er lokið, 100:88: 

10. mín: Lokatölur, 100:88, fyrir Grindavík. Staðan er því jöfn 1:1 og liðin eigast við í þriðja sinn á fimmtudaginn í Reykjavík. 

10. mín: Nick Bradford er ósáttur við Brynjar Björnsson úr liði KR. Þeir áttust eitthvað við undir körfunni og Bandaríkjamaðurinn er alveg brjálaður. Staðan er 95:85 fyrir Grindavík. 33 sekúndur eftir.

10. mín: Staðan er 93:85 fyrir Grindavík. 57 sekúndur eftir.

8. mín: Liðin skiptast á að skora úr þriggja stiga skotum. Staðan er 89:80 og 1:25 eftir af leiknum.  KR pressar stíft á eigin sóknarhelming. Grindavík tekur leikhlé, 1:20 eftir af leiknum.

8. mín. Páll Axel skorar þriggja stiga körfu fyrir Grindavík, staðan er 86:74 fyrir Grindavík. Fyrstu stig Páls í leiknum og það varð allt vitlaust á áhorfendapöllunum í Grindavík.

7. mín: Staðan er 80:71 fyrir Grindavík. KR tekur leikhlé.  Jason er með 19 stig fyrir KR og Brenton 18 fyrir Grindvík.

4 mín: Grindavík missir Pál Kristinsson af velli með 5 villur. Staðan er 75:69 fyrir Grindavík.

3. mín. Grindavík skorar tvær þriggja stiga körfur í röð og staðan er 73:66. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tekur leikhlé. Páll Kristinsson er með 4 villur í liði Grindavíkur.

2. mín:  KR byrjar vel og staðan er 67:66 fyrir Grindavík.

Helgi Jónas Guðfinnsson kemur líklega ekki meira við sögu í liði Grindavíkur í kvöld. Hann er með íspoka á hægri hásin en ekki er vitað hvort meiðslin eru alvarleg.

3. leikhluta er lokið, 67:63:

10. mín: Staðan er Jón Arnór Stefánsson hefur skorað 10 stig fyrir KR og hann er að auki með 9 stoðsendingar. Jason Dourisseau er með 13 stig og 12 fráköst í liði KR. Dæmd var óíþróttamannsleg villa á Arnar Frey Jónsson leikmann Grindavíkur þegar 7 sekúndur voru eftir. Jasson skoraði úr tveimur vítaskotum fyrir KR og hann bætti við 2 stigum með skoti á síðustu sekúndu 3.  leikhluta.  Staðan er 67:63 fyrir Grindavík. KR-ingar gengu á lagið þegar þeir fengu tækifæri undir lok leikhlutans.  

7. mín: KR-ingar leika 3:2 svæðisvörn þessa stundina en Guðlaugur Eyjólfsson svaraði því með þriggja stiga körfu. Staðan er 65:55 fyrir Grindavík.

5. mín. Helgi Jónas fer af velli í liði Grindavíkur en hann virðist vera eitthvað meiddur á kálfa. Staðan er 58:51 fyrir Grindavík.

4. mín: Staðan er 54:48 fyrir Grindavík. Brenton hefur skorað 14 stig fyrir Grindavík og Helgi er með 14 fyrir KR.

1. mín: Sömu byrjunarlið hjá báðum liðum og þau sem hófu leikinn.

2.leikhluta er lokið, 48:43:

10. fyrri hálfleik er lokið. Staðan er 48:43 fyrir Grindavík.  Það er mikill hiti í leikmönnum beggja liða.  Brenton Birmingham er stigahæstur í liði Grindavíkur með 12 stig. Helgi Magnússon skoraði 11 stig fyrir KR.

7. mín: Páll Axel kemur inn í lið Grindavíkur. Hann er búinn að rífa af sér hnéhlífina sem hann hefur leikið með í síðustu leikjum vegna meiðsla. Staðan er 43:39 fyrir Grindavík.

6. mín: Staðan er 37:34 fyrir Grindavík.  Það hefur aðeins hægst á leiknum en ákefðin er gríðarleg þrátt fyrir það.  Jakob Örn Sigurðarson hefur ekki komist á blað hjá KR.

4. mín: Brenton Birmingham er stigahæstur í liði Grindavíkur með 10 stig. Helgi Magnússon er stigahæstur í liði KR með 9 stig. Staðan er 32:30 fyrir KR.

2. mín: Staðan er 28:28.

1. leikhluta er lokið, 25:21:

10. mín:Grindvíkingar sóttu í sig veðrið á lokamínútum 1. leikhluta. Brenton Birmingham skoraði þriggja stiga körfum um leið og leiktíminn rann út. Staðan er 25:21 fyrir Grindavík. KR-ingar voru ósáttir við dómgæsluna undir lok fyrsta leikhluta. 

6. mín: Gríðarlegur hraði hjá báðum liðum. Staðan er 19:14 fyrir KR. Grindavík tekur leikhlé. Páll Axel Vilbergsson var að koma inn á í liði Grindavíkur í fyrsta sinn í leiknum.Nick Bradford á enn eftir að komast á blað í liði Grindavíkur. 

5. mín: Grindavík leikur svæðisvörn en Helgi Magnússon finnur sig vel gegn þeirri vörn og skoraði 5 stig í röð. 

4. mín: Fannar Ólafsson er með 2 villur í liði KR. Staðan er 11:6 fyrir KR.

2. mín: Jason Dourisseau skorar fyrstu 4 stig leiksins fyrir KR. Staðan er 4:0 fyrir KR.

Byrjunarlið Grindavíkur: Nick Bradford, Páll Kristinsson, Brenton Birmingham, Þorleifur Ólafsson og Helgi Jónas Guðfinnsson.
Byrjunarlið KR: Jason Dourisseau, Fannar Ólafsson, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon.

19:12: Það er búið að kynna bæði liðin.  Reykmettað andrúmsloft eftir tilkomumikla sýningu heimamanna.  

19:00: Það er 23 stiga hiti í íþróttahúsinu í Grindavík en hitastigið án efa eftir að hækka þegar líða tekur á kvöldið. 

18:57: Dómarar leiksins eru þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson.

18:50: „Jónsi“ úr hljómsveitinni Svörtum Fötum er í hörkusamkeppni við „Miðjuna“ stuðningsmannasveit KR.  Það hafðist á endanum hjá söngvaranum sem náði upp ágætri stemningu hjá stuðningsmönnum Grindavíkur. KR-ingarnir voru ekki sáttir við Jónsa sem var í Grindavíkurbúningnum. 

18:45: Það er ljóst að íþróttahúsið í Grindavík verður þéttsetið í kvöld. Áhorfendabekkirnir eru þéttsetnir og það streymir að fólk sem ætlar sér að sjá leikinn. 

Helgi Már Magnússon lék vel í fyrsta leiknum og var …
Helgi Már Magnússon lék vel í fyrsta leiknum og var stigahæstur í liði KR. mbl.is/Kristinn
Páll Axel Vilbergsson er í leikmannahóp Grindavíkur í kvöld gegn …
Páll Axel Vilbergsson er í leikmannahóp Grindavíkur í kvöld gegn KR. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert