Los Angeles-liðin í NBA körfuboltanum bandaríska áttust við í nótt, Lakers og Clippers, þar sem Lakers fór með sigur að hólmi, 88:85. Er þetta áttundi sigur liðsins gegn Clippers í röð.
Lakers eru því með næstbesta árangurinn í deildinni, á eftir Cleveland Cavaliers. Stigahæstir Lakers voru Lamar Odom og Kobe Bryant með 18 stig, en Paul Gasol gerði 14. Hjá Clippers var Eric Gordon stigahæstur með 24 stig, en Zach Randolph gerði 18.
Þá burstaði Dallas lið Phoenix, með 140 stigum gegn 116. Stigahæstur Dallas var Dirk Nowitzki með 28 stig, Josh Howard gerði 24, og Jason Kidd gerði 19. Hjá Phoenix gerði Leandro Barbosa 24, Grant hill var með 23, og Shag O´Neal var með 14 stig.
Önnur úrslit voru þessi:
Cleveland - San Antonio 101:81
Detroit - Charlotte 104:97
Toronto - New York 103:112
Houston - Portland 102:88
Minnesote - Denver 87:110
New Orleans - Utah 94:108
Oklahoma City - Indiana 99:117
New Jersey - Philadelphia 96:67
Sacramento - Golden State 100:105