Stórsigur Grindvíkinga gegn KR

Nick Bradford fer á kostum í DHK höllinni gegn KR.
Nick Bradford fer á kostum í DHK höllinni gegn KR. mbl.is/Kristinn

Grindavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla á laugardaginn á heimavelli eftir 107:94 sigur liðsins gegn KR í dag í þriðja úrslitaleiknum um í Iceland Express deildinni. Grindvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar og þá sér í lagi Nick Bradford sem skoraði 47 stig fyrir Grindavík og fór á kostum. Liðin eigast við á laugardag kl. 16 og er staðan 2:1 fyrir Grindavík. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is

Tölfræði leiksins á vef KKÍ.

4. leikhluta er lokið, 107:94, fyrir Grindavík :

10. mín:  Leiknum er lokið.  Grindavík er í lykilstöðu eftir 107:94 sigur gegn KR á útivelli. Staðan er 2:1 fyrir Grindavík og með sigri á heimavelli á laugardag tryggir liðið sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2009.  Nick Bradford skoraði 47 stig fyrir Grindavík en Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði KR með 26 stig.

8. mín: Bradford skorar ekki fleiri stig í þessum leik, hann er með 5 villur og 47 stig. KR á enn möguleika, 3 mínútur eftir, og staðan er 96:83.

7. mín: KR-inga gera sitt besta.  Staðan er 95:80 og Páll Kristinsson fékk sína 5. villu í liði Grindavíkur. Jason tróð með miklum tilþrifum og kveikti það neista í liði KR sem reynir að sækja að körfu Grindavíkur í öllum sóknum. Meirihluti Grindvíkinga er í villuvandræðum.

6. mín: Þorleifur Ólafsson fékk sína 5. villu og kemur ekki meira við sögu hjá Grindavík. Staðan er 93:74 og 4:43 eftir af leiknum. Það lítur allt út fyrir sigur hjá Grindavík en KR-ingar reyna hvað þeir geta til þess að koma sér inn í leikinn.  Jón Arnór er stigahæstur í liði KR með 24 stig og Fannar Ólafsson er með 15. Jakob Örn Sigurðarson 11 og Jason Dourisseau er með 10. Bradford er með 46 stig fyrir Grindavík og Brenton 15.

5. mín: Bradford er „sjóðheitur“ og skorar 5 stig í röð. Staðan er 93:69 fyrir Grindavík og Bradford er með 46 stig. 

4. mín: Brenton fékk sína 4. villu í liði Grindavíkur. Alls eru fjórir leikmenn liðsins með 4 villur. Í lið KR er Fannar Ólafsson með 4 villur líkt og Skarphéðinn Ingason. Grindavík er með 22 stig forskot, 88:66.

3. mín: Brenton tróð af krafti í „andlitið“ á Fannar Ólafssyni. KR-ingar virðast hafa gefist upp. Staðan er 88:62.

2. mín: Helgi Már Magnússon kemur ekki meira við sögu hjá KR. Hann hefur fengið 5 villur en Helgi skoraði 7 stig og tók 6 fráköst.

1. mín: KR pressar út um allt og ætlar að reyna að keyra upp hraðann. Staðan er 81:59 fyrir Grindavík. Jón Arnór skoraði þriggja stiga körfu fyrir KR en hann hefur skorað síðustu 5 stig liðsins.

3.  leikhluta er lokið, 79:54 fyrir Grindavík

10. mín: Grindavík er með 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Staðan er 79:54 fyrir Grindavík. Páll Axel, Páll Kristinsson og Þorleifur Ólafsson eru allir með 4 villur í liði Grindvíkinga. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í fjórða leikhlutanum ef KR á að takast að jafna.

8. mín:  Páll Axel fær sína 4. villu í liði Grindavíkur. Tveir leikmenn Grindavíkur í villuvandræðum, Páll og Páll Kristinsson. Fannar Ólafsson er með 4 villur í liði KR. Nick Bradford er með 36 stig í liði Grindavíkur og hann var að skora þriggja stiga körfu. Brenton stal síðan boltanum og skoraði og það var brotið á honum í leiðinni. Staðan er 75:49 fyrir Grindavík og útlitið er ansi dökkt hjá KR. Fjórði leikurinn er á laugardaginn í Grindavík.

7. mín: Stuðningsmenn Grindavíkur eru kátari en stuðningsmenn KR. Leikhlé. KR hefur aðeins hitt úr 1 af alls 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Grindavík er með 8 slíkar körfur úr 17 tilraunum. Staðan er 66:44 fyrir Grindavík.

6. mín:  Jón Arnór brýtur harkalega á Bradford og sendir skilaboð um að KR ætli ekki að gefast upp. Bradford skorar úr tveimur vítaskotum og staðan er 66:32 fyrir Grindavík. Bradford er með 31 stig.

5. mín:  Fyrsta þriggja stiga skot KR fer ofaní. Jón Arnór er þar að verki en Þorleifur Ólafsson svarar með þriggja stiga körfu fyrir Grindavík og fær vítaskot að auki. Staðan er 64:40 fyrir Grindavík.

4 mín:  Grindavík heldur áfram og staðan er 60:37 fyrir Grindavík. Bradford er með 29 stig.  Þorleifur Ólafsson smellti niður þriggja stiga körfu áður en Brenton Birmingham stal boltanum og tróð með tilþrifum.

3. mín:  Grindvíkingar halda sínu striki. Stuðningsmenn KR trúa varla því sem þeir eru að horfa á. Bradford er með 29 stig fyrir Grindavík. Staðan er 55:36 fyrir Grindavík og Páll Kristinsson er með 4 villur í liði Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson kemur inná í hans stað.

1. mín: Þorleifur Ólafsson fékk sína 3. villu í liði Grindavíku.  Bradford skoraði þriggja stiga körfu og kom Grindavík í 50:34. Hann er með 27 stig. Fannar fékk tvær villur með stuttu millibili og er hann með 4 villur.  Baldur Ólafsson kemur inná í staðinn fyrir Fannar.

2. leikhluta er lokið, 47:34, fyrir Grindavík:

10. mín: Grindavík hefur náð að sýna allra sínar bestu hliðar í vörn sem sókn.  Staðan er 47:34 fyrir Grindavík. Bradford er óstöðvandi í sóknarleiknum og skoraði hann 24 stig í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Fannar Ólafsson og Jón Arnór Stefánsson eru stigahæstir í liði KR með 11 stig hvor. Svæðisvörn KR gekk ekki nógu vel og skoruðu Grindvíkingar nokkrar þriggja stiga körfur gegn svæðisvörninni.
Nafnarnir Páll Axel og Páll Kristinsson eru báðir með 3 villur í liði Grindavíkur.

9. mín:  KR leikur 3:2 svæðisvörn og Guðlaugur Eyjólfsson þriggja stiga skytta Grindvíkinga kemur strax inná. Staðan er 42:32 fyrir Grindavík.

8. mín: KR bregst við kalli þjálfarans og skorar 4 stig í röð. KR pressar stíft út um allan völl og Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur tekur leikhlé. Staðan er 42:30 fyrir Grindavík. 

7. mín:  Bradford treður með tilþrifum og kemur Grindavík í 42:26. KR tekur leikhlé. Það gengur ekkert hjá deildarmeistaraliðinu í sókn og í vörn. Fannar Ólafsson var ósáttur við hjálparvörnina þegar Bradford braust í gegnum vörn KR og tróð boltanum í körfuna. Bradford er með 22 stig. 

5. mín: Sóknarleikur KR er í molum. Grindavík er með 15 stig forskot, 37:22. Páll Kristinsson er með 3 villur í liði Grindavíkur og Nökkvi Jónsson hefur leyst hann af hólmi.  

4. mín: KR-ingum gengu illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna. Liðið hefur enn ekki náð að skora úr slíku skoti.  Staðan er 35:22 fyrir Grindavík. Nick Bradford er í miklu stuði og hefur skorað 20 stig fyrir Grindavík á fyrstu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tekur leikhlé og fer yfir stöðuna með sínu liði. 

1.  leikhluta er lokið, 19:25 fyrir Grindavík:

10. mín. Bradford fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði 15 stig fyrir Grindavík. Jason Dourisseau leikur vörnina gegn Nick en það hefur ekkert gengið að stöðva hann undir körfunni eða fyrir utan vítateig. Stigaskorið hefur dreifst meira hjá KR og skoraði Jón Arnór Stefánsson 6 stig í 1. leikhluta líkt og Fannar Ólafsson. Þorleifur Ólafsson er með 2 villur í liði Grindavíkur og Jason er með 2 villur í lið KR.

7. mín: Nick Bradford fer vel af stað í liði Grindavíkur. Hann hefur skorað 7 stig. Staðan er 12:13 fyrir Grindavík.

5. mín:  Staðan er 9:6 fyrir KR.

2. mín:  Leikurinn fer af stað eins og menn bjuggust við. Mikil barátta hjá báðum liðum og ekkert gefið eftir. 

19:08: Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson eru dómarar leiksins og Snorri Örn Arnaldsson er eftirlitsdómari.

19:05: Helgi Jónas Guðfinnsson er í leikmannahópi Grindavíkur en hann meiddist í öðrum leiknum sem fram fór í Grindavík s.l. mánudag.

19:00: Það er mikið fjölmenni í DHL-höll KR og ljóst að uppselt verður á leikinn. Stuðningsmenn KR hafa ekki þagnað frá því þeir komu í húsið og fjölmennur hópur Grindvíkinga er mættur til að styðja sitt lið. 

Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík og Jakob Örn Sigurðarson, KR.
Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík og Jakob Örn Sigurðarson, KR. mbl.is/Golli
Jason Dourisseau, KR, Nick Bradford, Grindavík.
Jason Dourisseau, KR, Nick Bradford, Grindavík. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka