NBA: Sigrar hjá Boston og Lakers

Kobe Bryant brýst hér gegn Ronnie Brewer í leik Lakers …
Kobe Bryant brýst hér gegn Ronnie Brewer í leik Lakers og Utah í nott. Reuters

Los Angeles Lakers og Boston fögnuðu bæði sigrum í lokaleikjum sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers bar sigurorð af Utah Jazz í framlengdum leik, 125:112 og Boston hafði betur gegn Philadelpiha, 100:98.

Andrew Bynum var atkvæðamestur í liði Lakers með 22 stig, Pau Gasol skoraði en snillingurinn Kobe Bryant lét sér nægja að skora 16 stig og þá átti hann 5 stoðsendingar. Deron Williams var stigahæstur í liði Utah með 25 stig. Leikurinn var nokkurs konar upphitun fyrir úrslitakeppnina en Lakers og Utah mætast í fyrstu umferðinni.

Paul Pierce var í stuði í liði Boston en hann skoraði 31 stig í leiknum og þar af gerði hann sjö þriggja stiga körfur. Tony Allen skoraði 18 stig og Glen Davis 15 en hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með 25 stig.

Í þriðja leik næturinnar hafði Atlanta betur gegn Miami, 81:79.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert