Segir félögin ekki nenna til Eyja

Piltarnir í 7. flokki ÍBV sem fá ekki að spila …
Piltarnir í 7. flokki ÍBV sem fá ekki að spila leikina í mótinu. ibv.is/karfa

Björn Ein­ars­son, körfu­boltaþjálf­ari hjá ÍBV, er óánægður með hegðan nokk­urra körfu­bolta­fé­laga, sem hætt hafa við þátt­töku í fjölliðamóti hjá 7. flokki drengja, sem fara átti fram um síðustu helgi. Sak­ar hann fé­lög­in um leti. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um sudur­landid.is.

Mótið, sem fara átti fram í síðasta mánuði, en var þá frestað vegna for­falla liðanna. Sam­kvæmt frétt sudur­landid.is tóku liðin sig síðan sam­an og neituðu að koma á mótið og ákvað Körfuknatt­leiks­sam­bandið í fram­hald­inu að láta leik­ina niður falla.

„Um helg­ina VERÐUR EKK­ERT MÓT hér í Eyj­um. Hin liðin MÆTA EKKI - ástæðurn­ar eru eng­ar í raun og veru - eins og sagt var í frétt­inni hér fyr­ir neðan að þá nenna liðin ein­fald­lega ekki til Eyja og er þetta fyr­ir neðan all­ar hell­ur!  Strák­arn­ir okk­ar borga æf­inga­gjöld eins og hin liðin en mun­ur­inn á okk­ur og hinum liðunum er að þau geta núna spilað æf­inga­leiki við hvort annað og bara hvenær sem er enda stutt að fara en hvað með okk­ur? Ekki erum við að fara út í Bjarn­arey að spila við lið þar? Það er með ólík­ind­um hvað þetta ger­ist oft!“ er haft eft­ir Birni á sudur­landid.is.

Liðin sem um ræðir eru Njarðvík, Kefla­vík, Breiðablik og Fjöln­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert