Ingi Þór þjálfar Snæfellinga

Ingi Þór kominn með Snæfellsbolinn í hendur. Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson …
Ingi Þór kominn með Snæfellsbolinn í hendur. Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður Snæfells stendur honum við hlið. Mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Í dag var undirritaður samningur milli Inga Þórs Steinþórssonar og Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi, um þjálfun meistaraflokka Snæfells í körfubolta bæði hjá körlum og konum. Samningurinn er til þriggja ára.

Ingi Þór mun taka að sér þjálfun allra flokka sem stunda körfubolta í Stykkishólmi. Hann hefur störf 1. ágúst næstkomandi.

Snæfell náði góðum árangri á síðasta keppnistímabili. Ingi Þór hefur verið aðstoðaþjálfari meistaraliðs KR og hefur mikla reynslu af þjálfun í körfubolta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert