Rafer Alston leikmaður Orlando Magic og Derek Fisher hjá LA Lakers
voru í kvöld úrskurðaðir í eins leiks bann í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í
körfuknattleik.
Alston sló Eddie House leikmann Boston Celtics í hnakkann í
112:94 tapleik Orlando í fyrrakvöld en House var þá að fagna körfu sem hann
hafði skorað. Fisher fékk dæmda á sig
óíþróttamannslega villu í sigurleik Lakers gegn Houston og fyrir það fékk hann
leikbann.
Þeir missa báðir af næstu
leikjum sem fram fara á föstudag. Orlando tekur þá á móti meistaraliði Boston
og Lakers leikur á útivelli gegn Houston á sama tíma. Staðan er jöfn, 1:1, í
báðum viðureignunum.