Chuck Daly, fyrrum þjálfari NBA-liðsins Detroit Pistons, lést á heimili sínu í dag en hann var 78 ára gamall. Daly náði frábærum árangri með Detroit liðið á sínum tíma og var maðurinn á bak við „Bad Boys-liðið“ sem vann NBA-deildina tvívegis á árunum 1989-1990 og hann var einnig þjálfari bandaríska „Draumaliðsins“ sem vann til gullverðlauna í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni árið 1992.
Daly lésts eftir langvarandi veikindi en hann var með krabbamein í blöðruhálskirtli. Daly var fyrsti þjálfarinn sem náði þeim árangri að stýra liði til sigurs í NBA-deildinni og vinna Ólympíugull í kjölfarið.