Granger fékk viðurkenningu fyrir framfarir

Danny Granger.
Danny Granger. Reuters

Danny Granger leikmaður Indiana Pacers fékk í gær framfara verðlaun deildarinnar en framherjinn skoraði 25,8 stig að meðaltali í leik vetur. Devin Harris hjá New Jersey Nets varð annar í kjörinu en Granger fékk 364 stig en Harris fékk 339 stig. Það eru fréttamenn sem standa að kjörinu og alls eru 121 sem greiða atkvæði.

Granger er á sínu fjórða ári hjá Indiana. Hann skoraði 7,5 stig að meðaltali á fyrsta ári sínu eftir að hann lauk námi hjá New Mexico háskólanum. Hann skoraði tæp 14 stig  á sínu öðru ári og í fyrra skoraði han 19,6 stig að meðaltali. Granger var fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur og er hann í bandaríska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir titilvörnina á Ólympíuleikunum í London árið 2012.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert