Denver tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik með því að bera sigurorð af Dallas, 124:110, í fimmtu viðureign liðanna í úrslitakeppni. Denver vann rimmuna, 4:1, og mætir sigurliðinu viðureign LA Lakers og Houston.
Carmelo Anthony og Chauncey Billups drógu vagninn fyrir Denver, sem er í fyrsta skipti í úrslitum Vesturdeildarinnar síðan árið 1985. Anthony skoraði 30 stig og Billups var með 28, 7 fráköst og átti 12 stoðendingar. Þetta var 16. heimasigur Denver í röð.
Síðast þegar Denver komst svona langt tapaði það í fimm leikjum á móti LA Lakers sem fór svo alla leið og varð meistari með því að leggja Boston að velli. Sagan skildi þó ekki endurtaka sig?
,,Ég veit ekki hvort stuðningsmenn Denver hafi þekktir fyrir að vera sjötti maður en þetta er svolítið sérstök bygging. Að sjá alla halda kyrru fyrir eftir leikinn var góð tilfinning. Það gerist ekki oft í NBA að flest fólkið fagnaði með því að ,,gefa höndina“ tíu mínútum eftir leik,“ sagði George Karl þjálfari Denver.
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var eins og oft áður aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 32 stig og 10 fráköst en mátti ekki við margnum.