Lakers í úrslit vesturdeildar

Pau Gasol í baráttunni við Yao Ming sem var fjarri …
Pau Gasol í baráttunni við Yao Ming sem var fjarri góðu gamni í kvöld hjá Houston vegna meiðsla. Reuters

Los Angeles Lakers tryggði sig í kvöld inn í úrslit vesturdeildar NBA körfuboltans með því að leggja Houston Rockets að velli, 89:70 í oddaleik liðanna. Fór einvígi liðanna 4:3.

Pau Gasol var atkvæðamestur í liði Lakers í kvöld með 21 stig og 18 fráköst en næstur honum í stigaskorun kom Trevor Ariza með 15 stig. Andrew Bynum og Kobe Bryant settu svo niður 14 stig hvor en hjá Houston var Aaron Brooks stigahæstur með 13 stig.

Lakers mætir því Denver Nuggets í úrslitum vesturdeildarinnar. Það lið sem verður fyrr til að vinna fjóra leiki þar mætir svo sigurliðinu í úrslitum austurdeildarinnar í úrslitum NBA.

Boston Celtics mætir Orlando Magic í sjöunda leik liðanna, oddaleik á miðnætti á íslenskum tíma. Sigurliðið þar mun mæta Cleveland Cavaliers í úrslitum austurdeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert