Sovic til ÍR

Sovic í leik á móti ÍR í vetur.
Sovic í leik á móti ÍR í vetur. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÍR-ingar hafa fengið Nemanja Sovic til liðs við sig, en hann lék með Breiðabliki í vetur og stóð sig vel þar, en áður hafði hann leikið með Fjölni.

 Skotnýting, fráköst og vítanýting Sovic var til mikillar fyrirmyndar með Blikunum í fyrravetur. Hann er afar fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2004. Ekki má gleyma því að Sovic býr yfir gríðarlegri reynslu sem örugglega á eftir að nýtast ungu ÍR-liði vel næsta tímabil.


Jón Arnar Ingvarsson mun þjálfa liðið áfram og einnig munu allir leikmenn liðsins frá sl. leiktíð vera áfram að Ómari Sævarssyni undanskildum. Ásgeir Hlöðversson og Gunnlaugur Elsuson hafa einnig bæst í hópinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert