Lakers hafði betur í fyrsta leik

Kobe Bryant og Carmelo Anthony eigast við.
Kobe Bryant og Carmelo Anthony eigast við. Reuters

LA Lakers lagði Denver 105:103 í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni í Austurdeild NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Leikið var í Los Angeles.

Flestir bíða eftir einvígi þeirra Kobe Bryant hjá Lakers og LeBron James  hjá Cleveland í úrslitum, en búist er við þessum liðum þar. En þangað til geta menn fylgst með einvígi Bryant og Carmelo Anthony hjá Denver.

Bryant hafði betur í fyrstu lotu, gerði 40 stig á meðan Anthony gerði 39.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert