Nuggets jafnaði metin í Los Angeles

Carmelo Anthony í miklum ham.
Carmelo Anthony í miklum ham. Reuters

Denver Nuggets jafnaði metin í úrslitarimmunni við LA Lakers í Vesturdeild NBA körfunnar í Bandaríkjunum í nótt. Eftir naumt tap í fyrsta leik vann Nuggets nú 106:103 og liðin halda nú til Denver og leika tvo næstu leiki þar.

George Karl, þjálfari Denver, var niðurbrotinn maður eftir fyrri leikinn, sem lið hans klúðraði gjörsamlega. „Við getum verið ánægðir í dag, en það hefði ekki verið leiðinlegt að fara til Denver og vera 2:0 yfir í einvíginu,“ sagði hann eftir leikinn í nótt. Þess má geta að Denver hefur sigrað í síðustu 16 leikjum sínum á heimavelli.

Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers, Trevor Ariza 20 og Pau Gasol 17, en kappinn tók einnig 17 fráköst. Hjá Denver var Carmelo Anthonuy með 34 stig, Chauncey Billups 27 og þeir Kenyon Martin og Linas Kleiza 16 stig hvor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert