Bryant er „gamli kallinn“

Kobe Bryant hjá LA Lakers.
Kobe Bryant hjá LA Lakers. Reuters

 Lokaúrslitin í NBA-deildinni hefjast í nótt þegar ofurmennið Dwight Howard og félagar heimsækja Lækjamenn Englaborgar. Það kemur fáum á óvart að Lakers skuli enn á ný vera komið í lokaúrslitin, en fáir spáðu að Orlando gæti slegið bæði Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í Austurdeildinni.

Þeim sem fylgjast reglulega með leikjum Lakers hér í Staples Center kemur ekki á óvart að liðið sé í lokaúrslitunum né hversu erfiðlega liðinu gekk að komast í gegnum umferðirnar þrjár í Vesturdeildinni. Lakers hefur sýnilega besta leikmannahópinn í deildinni, en svo virðist sem liðið taki ekki á honum stóra sínum í leikseríunum fyrr en andstæðingarnir hafi gefið þeim kjaftshögg.

Ítarlega er fjallað um úrslitakeppni NBA í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert