Bikarmeistarar Stjörnunnar í körfuknattleik karla hafa gert nýjan samning við Bandaríkjamanninn Justin Shouse og mun hann leika með Garðabæjarliðinu á næstu leiktíð.
Shouse var lykilmaður í liði Stjörnunnar á síðustu leiktíð en Stjörnumenn komu mjög á óvart með því að leggja KR-inga að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar og komast í úrslitakeppnina þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Snæfelli í oddaleik í 8-liða úrslitunum.
Áður höfðu Stjörnumenn samið við Jovan Zdravevski um að leika áfram með liðinu næstu tvö árin en Zdravevski er við æfingar með landsliðinu Makedóníu um þessar mundir.
Einnig er búið að semja við Fannar Helgason, fyrirliða, Kjartan Kjartansson og Guðjón Lárusson til næstu tveggja ára en samningar þeirra runnu út í vor. Þá er verið er að ganga frá samningum við aðra leikmenn liðsins þessa dagana.