Shaquille og LeBron liðsfélagar hjá Cleveland

Shaquille O'Neal
Shaquille O'Neal AP

Shaquille O'Neal og LeBron James verða liðsfélagar í Cleveland Cavaliers á næstu leiktíð en aðeins á eftir að ganga frá smáatriðium í samkomulagi á milli Cleveland og Phoenix Suns þar sem að Shaquille lék á síðustu leiktíð. Suns fær Ben Wallace og Sasha Pavlovic í skiptum fyrir hinn 37 ára gamla miðherja sem náði sér ekki á strik  með Suns eftir að hann kom þangað í leikmannaskiptum frá Miami Heat.

Forráðamenn Cleveland hafa lengi haft áhuga á að fá Shaquille til liðsins en eftir að Cleveland féll úr leik í úrslitum Austurdeildarinnar gegn Orlando Magic þar sem að liðið náði ekki að stöðva Dwight Howard miðherja Orlando og  verður það hlutverk Shaquille að styrkja liðið í baráttunni undir körfunni. 

Shaquille hefur fjórum sinnum fagnað sigri í NBA-deildinni. Þrívegis sem leikmaður LA Lakers og einu sinni hjá Miami Heat, árið 2006. Han skoraði 18 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og tók 8,4 fráköst en hann náði að leika 75 leiki af alls 82 í deildarkeppninni sem þykir fréttaefni. Shaq hefur ekki náð slíkum tölum frá tímabilinu 1999-2000.


LeBron James.
LeBron James. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert