Clippers valdi Blake Griffin

Blake Griffin.
Blake Griffin. Reuters

Það kom fáum á óvart þegar forráðamenn LA Clippers völdu Blake Griffin í háskólavali NBA-deildarinnar í körfubolta en Clippers átti fyrsta valrétt. Griffin var allt í öllu hjá Oklahoma þar sem hann skoraði 22,7 stig að meðaltali og tók 14,4 fráköst en hann er öflugur framherji og telja eigendur Clippers að þeir geti byggt lið í kringum Griffin.

10 efstu í háskólavalinu 2009

1. Blake Griffin, LA Clippers
2. Hasheem Thabeet, Memphis
3. James Harden, Oklahoma
4. Tyreke Evans, Sacramento
5. Ricky Rubio, Minnesota
6. Jonny Flynn, Minnesota
7. Stephen Curry, Golden State
8. Jordan Hill, New York
9.  DeMar DeRozan, Toronto
10.  Brandon Jennings, Milwaukee

Mike Dunleavy þjálfari Clippers segir að félagið hafi fengið frábæran leikmann sem leggi hart að sér til þess að ná langt. Clippers fékk síðast fyrsta valrétt í háskólavalinu árið 1998 og þá valdi félagið miðherjann Michael Olowokandi sem  náði aldrei að standa undir þeim væntingum en hann lék aðeins í 9 tímabili í NBA-deildinni.

Memphis Grizzlies valdi miðherjann Hasheem Thabeet frá Connecticut sem er fyrst og fremst góður varnarmaður.  Thabeet er frá Tansaníu en hann lék áður knattspyrnu en snéri sér að körfubolta fyrir nokkrum árum enda er hann rúmlega 2.10 m á hæð.

Skotbakvörðurinn James Harden frá Arizona State var valinn þriðji í röðinni og leikur hann með Oklahoma City á næstu leiktíð. Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi liðið Tyreke Evans frá Memphis háskólanum.

Spænski bakvörðurinn Rubio var valinn af Minnesota Timberwolves en félagið átti fimmta og sjötta valrétt. Jonny Flynn, sem er einnig leikstjórnandi fór einnig til Minnesota en hann lék með Syracuse háskólanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert