„Við höfðum yfirhöndina allan tímann“

Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. mbl.is/ Árni Sæberg

 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 66:54 sigur á Danmörku í Álaborg í gær í B-deild Evrópukeppninnar, en þar með hóf liðið seinni hluta keppninnar. Þetta er annar sigur Íslands í sínum riðli og báðir hafa þeir komið gegn gömlu herraþjóðinni.

„Strákarnir gerðu bara það sem þeir hafa verið að gera undanfarið. Þeir voru grimmir í vörninni og duglegir og það er eitthvað sem getur alltaf fleytt okkur langt. Ég er bara mjög sáttur við leikinn,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari eftir leikinn.

Ítarlega er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert