Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi 62:77

Úr leiknum við Svarfellinga í Smáranum.
Úr leiknum við Svarfellinga í Smáranum. mbl.is/Eggert

Leikur Íslands og Svartfjallalands í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik kvenna hófst í Smáranum klukkan 14. Svartfjalland sigraði 77:62 og sigraði í B-deildinni en Ísland hafnaði í 5. sæti af 6 þjóðum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstar:

Helena Sverrisdóttir 23 stig

Birna Valgarðsdóttir 18 stig

4. leikhluti:

62:77 Svartfjallaland sigraði og vann einnig riðilinn en Ísland hafnaði í 5. sæti af 6 þjóðum. 

56:69 Gestirnir eru að landa sigrinum af yfirvegun.  Aðeins 2 mínútur eftir af leiknum.

54:67 Þrettán stiga munur og rúmar 4 mínútur eftir af leiknum. Ísland er með boltann og Henning þjálfari tekur leikhlé.

50:62 Helena er farin að láta meira til sín taka í sóknarleiknum og íslensku konurnar hafa 6 mínútur til þess að snúa leiknum sér í hag.

44:58 Lið Svartfellinga virðist ekki ætla að gefa nein færi á sér og nýtur góðs af þeirri forystu sem liðið byggði upp í 1. leikhluta. 

3. leikhluti:

41:54 Munurinn á liðunum er 13 stig fyrir síðasta leikhlutann og betur má ef duga skal hjá Íslendingum. 

34:46 Íslendingum gengur ekki nægilega vel að saxa niður forskot Svartfellinga. Ísland þyrfti að ná muninum niður fyrir 10 stig fyrir síðasta leikhlutann.

30:42 Eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik er munurinn 12 stig og mikil barátta í leikmönnum Íslands.

2. leikhluti:

23:38 Svartfjallaland hefur verið mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskulda forystu sína. Íslensku konurnar hafa hitt afar illa og með góðri rispu ættu þær hæglega að geta hleypt spennu í leikinn. En miðað við leik liðsins í fyrri hálfleik þá er ekki útlit fyrir það. 

21:34 Um 2 mínútur eftir af fyrri hálfleik og Ísland hefur enn ekki fundið taktinn almennilega í sókninni en leikur liðsins er þó betri en í 1. leikhluta.

16:30 Þegar 2. leikhluti er rúmlega hálfnaður virðast gestirnir frá Svartfjallalandi líklegar til þess að stinga þær íslensku af. 

12:24 Helena er ísköld enn sem komið er og munar um minna í sóknarleik íslenska liðsins.

1. leikhluti: 

8:19 Eftir afleitan 1. leikhluta hjá íslenska liðinu hefur Svartfjallalandi tekist að ná góðu forskoti. LeikurÍslands hlýtur þó að batna og þá ætti að vera möguleiki að hleypa meiri spennu í leikinn.

8:14 Þrátt fyrir að fátt hafi gengið upp hjá íslenska liðinu á fyrstu 8 mínútum leiksins þá er munurinn á liðunum þó ekki meiri en sex stig.

4:10 Gestirnir hafa náð sex stiga forskoti þegar 1. leikhluti er tæplega hálfnaður. Leikmenn Íslands eru baráttuglaðir en sóknarleikur liðsins hefur gengið brösuglega á fyrstu mínútunum.

1:6 Helena skoraði fyrstu stig Íslands af vítalínunni eftir tæplega 2 mínútna leik. 

0:2 Leikurinn er hafinn. Hjá Íslandi byrja inn á þær, Signý, Ragna, Birna, Helena og Hildur.

0:0 Leikurinn er ekki hafinn og virðist ætla að verða nokkura mínútna seinkun en þó er búið að kynna liðin og spila þjóðsöngvana. Því ætti mönnum að vera neitt að vandbúnaði að hefja leik.  

Lið Íslands:

Signý Hermannsdóttir

Hafrún Hálfdánardóttir

Jóhanna Björk Sveinsdóttir

Ragna Margrét Brynjarsdóttir

Thelma Björk Fjalarsdóttir

Guðrún Ámundadóttir

Hildur Sigurðardóttir

Birna Valgarðsdóttir

Sigrún Ámundadóttir

Guðrún Ámundadóttir

Kristrún Sigurjónsdóttir

Helena Sverrisdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert