Logi fer til Frakklands

Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkinga og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, gekk rétt í þessu frá samningi við franska liðið St. Etienne, sem mun leika í þriðju efstu deild.

Samningurinn er til eins árs og heldur Logi utan á sunnudaginn. Liðið mun leika í þriðju efstu deild en það varð í áttunda sæti í Pro B deildinni í fyrra en var dæmt niður vegna fjármálamisferlis framkvæmdastjóra þess, sem nú hefur verið rekinn frá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert