Grindavík og Njarðvík í úrslit

Friðrik Stefánsson skoraði 24 stig fyrir Njarðvík gegn KR í …
Friðrik Stefánsson skoraði 24 stig fyrir Njarðvík gegn KR í kvöld. Brynjar Gauti

Grindavík og Njarðvík leika til úrslita í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ í körfuknattleik, Powerade bikarkeppni karla. Grindavík lagði Snæfell á heimavelli í kvöld 95:89. Íslandsmeistaralið KR og Njarðvík léku í Reykjavík þar sem að Njarðvík hafði betur 94:85.

Tommy Johnson skoraði 30 stig fyrir KR en hann lék áður með Keflavík. Friðrik Stefánsson skoraði 24 stig fyrir Njarðvík en Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga var fjarri góðu gamni að þessu sinni. Valur er þessa dagana í starfsþjálfun hjá yngri bróður sínum Sigurði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Solna í Svíþjóð. 

 Arnar Freyr Jónsson skoraði 31 stig fyrir Grindavík í 95:89 sigri liðsins gegn Snæfelli.  Amani Bin Daanish skoraði 21 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson skoraði 17. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur í liði Snæfells en hann skoraði 33 stig með vinstri og tók 7 fráköst að auki. Sigurður Þorvaldsson skoraði 21 stig fyrir Snæfell og Hlynur Bæringsson skoraði 15 stig og tók 16 fráköst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert