Valur hættur hjá Njarðvík

Valur Ingimundarson stýrði liði Njarðvíkur í síðasta sinn í dag.
Valur Ingimundarson stýrði liði Njarðvíkur í síðasta sinn í dag. mbl.is/Kristinn

Valur Ingimundarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Njarðvík. Hann tilkynnti stjórn félagsins þessa ákvörðun sína á föstudag og var leikurinn gegn Grindavík í úrslitum Powerade-bikarsins í dag því hans síðasti með liðið.

Valur tók við liði Njarðvíkur á síðasta ári og stýrði því í Iceland Express-deildinni í vetur.

Að því er fram kemur á heimasíðu Njarðvíkur ættu nánari fréttir af þjálfaramálum að berast á næstu tveimur dögum.

Þess má geta að bróðir Vals, Sigurður, hætti einnig nýverið sem þjálfari en hann var þjálfari sænska liðsins Solna í skamman tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka