Grindavík spáð meistaratitli - FSu og Blikar falla

Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík með boltann í leik gegn …
Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík með boltann í leik gegn Breiðabliki. mbl.is/Kristinn

Karlaliði Grindavíkur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í úrvalsdeild karla  í körfuknattleik, Iceland Express deildinni. Það eru þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn sem standa að þessari spá en hún var birt á kynningarfundir Körfuknattleikssambandsins í dag. Mest var hægt að fá 432  stig í þessari spá og fengu Grindvíkingar 418 stig og Snæfell úr Stykkishólmi fékk 358 stig. FSu og Breiðabliki er spáð falli.

Spáin lítur þannig út.

1. Grindavík 418 stig.
2. Snæfell 358 stig.
3. KR 343 stig.
4. Njarðvík 339 stig.
5. Keflavík 312 stig.
6. Stjarnan 246 stig.
7. ÍR 214  stig.
8. Tindastóll 193 stig.
9. Fjölnir 121 stig.
10. Hamar 113 stig.
11. FSu 91 stig.
12. Breiðablik 90 stig.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert