Keflavík og nýliðar Fjölnis áttust við í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og höfðu Keflvíkingar mikla yfirburði. Lokatölur 96:54.
Christopher Smith skoraði 20 stig fyrir Fjölni en Rashon Clark var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 18 stig.