Lakers hóf titilvörnina með sigri

Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers tróð knettinum með tilþrifum.
Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers tróð knettinum með tilþrifum. Reuters

Keppnistímabilið í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum hófst í nótt með fjórum leikjum. Meistararnir í Los Angeles Lakers hófu titilvörn sína á því að fá nágranna sína í Los Angeles Clippers í heimsókn. Lakers hafði betur 99:92. 

Cleveland Cavaliers tók á móti Boston Celtics og lauk leiknum með sigri Boston 95:89.

Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers og tók að auki 8 fráköst. Andrew Bynum hélt upp á 22 ára afmæli sitt með því að skora 26 stig og ná 13 fráköstum. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Lamar Odom skoraði 16 stig og tók 11 fráköstd.  Fyrir leikinn fengu leikmenn Lakers meistarahringinn frá því á síðustu leiktíð og meistarafáninn var hengdur upp á vegg í Staples Center. Blake Griffin lék ekki með Clippers en hann verður frá keppni í allt að sex vikur. Eric Gordon skoraði 21 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 18 stig og tók 16 fráköst.

Paul Pierce skoraði 23 stig og tók 11 fráköst í fyrsta sigri Boston í Cleveland frá árinu 2004. LeBron James skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal skoraði 10 stig og tók 10 fráköst fyrir Cleveland.  „Ég hef verið í deildinni í 17 ár. Stundum hef ég unnið fyrsta leikinn á tímabilinu og stundum ekki. Þetta er ekkert stórmál, við verðum góðir í vetur,"  sagði O'Neal.

Kevin Garnett lék sinn fyrsta leik fyrir Boston frá því í mars og skoraði hann 13 stig og tók 10 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 12 stig fyrir Boston en hann var ekki í byrjunarliðinu. Boston og Cleveland töpuðu í úrslitakeppninni í fyrra fyrir Orlando Magic en þessi þrjú lið eru talin sterkustu liðin í Austurdeildinni.

Þá sigraði Washington Wizards lið Dallas Mavericks á útivelli 102:91 og Portland Trailblazers vann Houston Rockets 96:87 á heimavelli.

LeBron James hjá Cleveland reynir að komast fram hjá Paul …
LeBron James hjá Cleveland reynir að komast fram hjá Paul Pierce hjá Boston Celtics. Reuters
Leikarahjónin Charlize Theron og Stuart Townsend létu sig ekki vanta …
Leikarahjónin Charlize Theron og Stuart Townsend létu sig ekki vanta á heimaleik Lakers. AP
Breski knattspyrnumaðurinn David Beckham lét sjá sig í Staples Center …
Breski knattspyrnumaðurinn David Beckham lét sjá sig í Staples Center í Los Angeles. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert