Stórleikur LeBron James dugði ekki til

Anthony Parker komst ekkert áleiðis gegn Chris Bosh í Toronto …
Anthony Parker komst ekkert áleiðis gegn Chris Bosh í Toronto í gær. Reuters

 Fjölmargir leikir fóru fram í nótt í NBA-deildinni í körfubolta og vakti ósigur Cleveland Cavaliers á útivelli gegn Toronto athygli. Cleveland tapaði 101:91 og hefur Cleveland tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en það dugði ekki til að hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

Orlando Magic lék sinn fyrsta leik í gær en liðið lék til úrslita um NBA-titilinn s.l.  vor og liðið hafði betur gegn Philadelphia í gær 120:106. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók 15 fráköst.

Boston burstaði Charlotte Bobcats 92:59 þar sem að Ray Allen skoraði 18 stig fyrir Boston. 

Önnur úrslit:











mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert