Meistarar Los Angeles Lakers máttu þola skell á heimavelli í nótt, 80:94, gegn Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik. Boston vann stórsigur á Chicago, 118:90.
Leikmenn Dallas voru með undirtökin allan tímann og höfðu 18 stiga forskot í upphafi fjórða leikhluta. Mest skildu 22 stig liðin að á lokakaflanum. Dirk Nowitzki, þýski framherjinn, skoraði 21 stig fyrir Dallas og Shawn Marion gerði 18. Kobe Bryant skoraði mest fyrir Lakers, 20 stig, en var fjarri sínu besta.
Úrslitin í nótt:
Charlotte - New York 102:100
Philadelphia - Milwaukee 99:86
Atlanta - Washington 100:89
Boston - Chicago 118:90
Detroit - Oklahoma City 83:91
Indiana - Miami 83:96
Memphis - Toronto 115:107
Minnesota - Cleveland 87:104
New Jersey - Orlando 85:95
New Orleans - Sacramento 97:92
Utah - LA Clippers 111:98
Phoenix - Golden State 123:101
LA Lakers - Dallas 80:94