Drap leðurblöku í miðjum leik (myndband)

Manu Ginobili.
Manu Ginobili. Reuters

Hlé var gert á leik San Antonio Spurs og Sacramento Kings aðfaranótt sunnudags þar sem að leðurblaka flögraði um í keppnishöllinni og truflaði leikmenn. Argentínumaðurinn Manu Ginobili sýndi að hann hræðist ekki leðurblökur og sló hann leðurblökuna niður með vinstri og leikurinn gat því haldið áfram.

Myndband.

San Antonio sigraði 113:94 og skoraði Ginobili 13 stig í leiknum. Leikmenn beggja liða klöppuðu Argentínumanninum lof í lófa og áhorfendur einnig. Eflaust verður Ginobili nefndur „Leðurblökumaðurinn“það sem eftir lifir leiktíðar í NBA.
„Mér fannst þetta ekkert merkilegt, en þegar maður er hættur að geta troðið í leikjum þá verður maður að gera eitthvað annað til þess að komast í sjónvarpið,“ sagði Ginobili í leikslok en kvikmyndatónlist úr Batman var leikinn honum til heiðurs í keppnishöllinni. 

„Þetta var ótrúlegt og goðsögnin um Manu heldu áfram.  Hann er alltaf að gera eitthvað ótrúlegt,“  sagði franski landsliðsmaðurinn Tony Parker um liðsfélaga sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert