Chicago Bulls vann í nótt góðan útisigur á Cleveland Cavaliers, 86:85, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Utah Jazz vann San Antonio Spurs örugglega í Salt Lake City, 113:99, en aðeins þessir tveir leikir voru á dagskrá.
Luol Deng var stigahæstur í baráttuglöðu liði Chicago með 15 stig, en liðið knúði fram sigurinn með góðum varnarleik. Derrick Rose skoraði 14 stig og átti 11 stoðsendingar. LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland en var sá eini í liðinu sem eitthvað sýndi.
Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Utah og tók 14 fráköst, og Deron Williams skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar en þetta var fyrsti sigur Utah á San Antonio í hálft annað ár. Tim Duncan skoraði 15 stig fyrir San Antonio og tók 13 fráköst, og Tony Parker gerði 21 stig.